Um Nora

AÐGERÐAÁÆTLUN NORA 2025

Norrænt Atlantssamstarf (NORA) stuðlar að grænni, samkeppnishæfri og samfélagslega sjálfbærri þróun á Norður-Atlantshafssvæðinu með því að styðja og hvetja til samstarfs milli hagaðila í Norður-Atlantshafshluta Norðurlanda. NORA styður aðgerðaráætlun norrænu ráðherranefndarinnar fyrir Framtíðarsýn 2030 með aðgerðaáætlun sinni.

Í stefnu NORA fyrir árin 2025-2028 er staðfest það hlutverk NORA að styrkja og stuðla að framgangi verkefna, vera stefnumótandi og efla tengsl á NORA svæðinu. Áherslur og forgangsröðun málefna fyrir samstarfið eru skilgreind í stefnunni.

Í aðgerðaáætlun NORA eru tilgreind og nánar útfærð þau verkefni sem fyrirhugað er að framkvæma á árinu 2025 og sem eru liður í innleiðingu stefnunnar. Þetta er fyrsta aðgerðaráætlunin á tímabili nýrrar stefnu áranna 2025-2028. Færeyingar fara með forystu í NORA árið 2025. Auk eftirfylgni með völdum verkefnum verður haldin ráðstefna um sjávartengda ferðamennsku. NORA leggur áherslu á frumkvæði og þátttöku ungmenna í allri starfsemi auk þess að efla mögulegt samstarf við nágranna í vestri.

1. Umsóknir í tveimur umferðum

Verkefnastyrkir eru mikilvægt tæki fyrir NORA við að ná markmiðum stefnunnar og aðgerðaáætlunar svæðisins fyrir Framtíðarsýn 2030.

Með stuðningi verkefna verður til samskiptavettvangur sem er mikilvægur hluti af tengslum NORA við hagaðila. Umsóknarfrestir verða í byrjun mars 2025 og byrjun október 2025. NORA mun halda vefnámskeið með góðum fyrirvara, fyrir væntanlega umsækjendur, bæði á skandinavísku og ensku.

2. Arctic Young Chef – EXPO 2025 í Japan

Norræna samstarfið er aðili að Norræna skálanum á EXPO 2025 í Osaka, Japan, í samstarfi fimm Norðurlanda um efni í dagskrá skálans. Arctic Young Chef (AYC) er lagt til sem sýnidæmi um nýstárlega og sjálfbæra  norræna matargerð.

3. Arctic Circular Economy Summit

Ungmennaverkefni sem byggir á frumkvæði ungs fólks. ICE stendur í annað sinn fyrir ungmenna nýsköpunarviðburði í Kirkenes í Noregi. Þetta er í annað sinn sen NORA er meðskipuleggjandi.

4. Ráðstefna um sjávartengda ferðamennsku

Haldin verður ráðstefna um möguleika í sjávartengdri ferðamennsku í Færeyjum. Í ljósi þess hversu mikilvægt hafið er á okkar svæði, landfræðilega, efnahagslega sem og varðandi stefnumótun, þá er framboð þjónustu oft takmarkað við veiði- eða skoðunarferðir. Eitt af forystuverkefnum Færeyja 2025 verður að skoða hvernig aðilar ferðaþjónustu og hagaðilar svæðisins geta aukið framboð og vöxt í sjávartengdri ferðaþjónustu.

5. Samstarf við nágranna í vestri

Samstarf við nágranna í vestri er þvert á alla starfsemi NORA, þ.e. ávallt er kannað hvort samstarf eigi við og sé mögulegt. Þetta er áherslusvið sem nær langt aftur í tímann.

Áform NORA árið 2025 í tengslum við:

Skotland: Haldin verður ráðstefna í Stornoway, Ytri-Hebrides 1.–3. júlí 2025, með áherslu á aðdráttarafl smárra samfélaga, áskoranir fyrir lítil samfélög og þekkingarmiðlun milli NORA svæðisins og skosku eyjanna.

Kanada: Góð tengsl hafa myndast í vinnu við UNESCO átakið. Kannað verður með áframhaldandi möguleika á samstarfi. Sisimiut netið er virkt og öflugt og fjármagn tryggt til að styðja við útbreiðslu á þessu frumkvæði.

Maine: NORA hefur endurvakið tengsl við Maine International Trade Center sem hefur lýst yfir áhuga samstarfi NORA. Meta þarf í hvaða mynd og umfangi það samstarf er mögulegt.

6. Framhald Generation North Atlantic

Aukin þátttaka og virkni ungs fólks er þvert á alla starfsemi NORA. Unnið er að því að halda Generation North Atlantic II viðburð á árinu 2025 með samstarfsaðilum svæðisins.