Starfsemi

NORA-ráðstefnur

Ráðstefnuhald er áberandi þáttur í stefnumótandi starfsemi NORA. Með ráðstefnum verður til vettvangur þar sem NORA setur mikilvæg málefni innan forgangssvæða í brennidepil. Á ráðstefnum gefst tækifæri til að leiða saman hagsmunaaðila af öllu svæðinu ásamt utanaðkomandi fjármögnunaraðilum, kynna nýjar hugmyndir og ræða um sameiginlegar áskoranir og möguleika svæðisins.

Þegar það á við fylgir NORA ráðstefnum eftir, annaðhvort með sérstökum aðgerðum eða með því að veita verkefnum sem falla undir umfjöllunarefni viðkomandi ráðstefnu sérstakan forgang í næstu umsóknarlotum.