Fjármögun verkefna

Við nálgumst verkefnislok

Lokaskýrsla

Þegar verkefni lýkur þarf að skila lokaskýrslu (endanlegri stöðuskýrslu) og endurskoðuðum reikningum. NORA heldur síðustu útborgun, venjulega 20-30%, eftir þangað til lokaskýrslan og reikningsskil hafa borist.

Lokaskýrsla á að gefa greinargóða lýsingu á framkvæmd verkefnisins og þeim árangri sem náðist. Lýsingin á að taka mið af þeim markmiðum sem sett voru fram í upprunalegri verkefnisáætlun. Með öðrum orðum, það verður að koma fram í lokaskýrslunni ef markmið verkefnisins hafa ekki öll náðst.

Í skýrslunni á einnig að gera grein fyrir því á hvern hátt verkefnið hefur verið kynnt eða reynslu af því miðlað á verkefnistímanum.

Skýrslan á að vera þannig úr garði gerð að hægt sé að birta hana á heimasíðu NORA til kynningar fyrir þá sem áhuga kynnu að hafa. Í skýrslunni mega því ekki koma fram trúnaðarupplýsingar og framsetning verður að vera aðgengileg. Hún á að vera á norrænu máli (gjarnan dönsku eða norsku) eða ensku. Skýrt skal koma fram í skýrslunni að verkefnið hafi notið stuðnings NORA. Hér má nálgast merki NORA.

Reikningsskil

Við verkefnislok skal skila endurskoðuðum reikningum til NORA. Gert er ráð fyrir að reikningar séu staðfestir af endurskoðanda en þegar um minni verkefni er að ræða má semja við NORA um að látið sé nægja að sá sem sér um fjárhag verkefnisins, ábyrgist uppgjörið.

Styrkurinn frá NORA skal koma skýrt fram í uppgjörinu sem og að styrkurinn hafi verið nýttur í samræmi við staðfesta fjárhagsáætlun. Uppgjörið á líka að gefa greinargóða mynd af heildarfjárhag verkefnisins en ekki bara þess hluta sem styrktur er af NORA. Í því felst að í uppgjörinu á að gera grein fyrir styrkjum eða framlögum frá öðrum stofnunum, eigin fjármögnun og eigin vinnuframlagi.