Fjármögun verkefna

Við fengum styrk

Þegar NORA hefur tekið ákvörðun um styrkveitingu fær verkefnisstjórinn skriflega tilkynningu um styrkinn. Verkefnisstjórinn verður, svo fljótt sem verða má, að bregðast við tilmælum eða skilyrðum sem hugsanlega kunna að hafa verið sett fyrir úthlutun. Verkefnisstjórinn verður auk þess, sem allra fyrst, að ganga frá verkefnissamningi við NORA. Þegar verkefnið fer í gang ber verkefnisstjóranum enn fremur að skila rafrænni stöðuskýrslu sem síðan er notuð í tengslum við áframhaldandi skýrslugjöf um framgang verkefnisins.

Tilkynning um styrkveitingu

NORA sendir frá sér tilkynningu um styrkveitingu þar sem upphæð styrksins kemur fram. Ekki er óalgengt að styrkveitingu fylgi einhver tilmæli eða skilyrði fyrir úthlutun. é um einhver skilyrði að ræða mun verkefni ekki geta hafist fyrr en skilyrðin hafa verið uppfyllt. Hér getur t.d. verið um að ræða kröfu um að fá einn eða fleiri aðila inn í verkefnið, til að styrkja það og efla. Ef um tilmæli er að ræða getur verkefnið farið í gang þegar aðalumsækjandi hefur gert skriflega grein fyrir því hvernig farið verður að tilmælunum. Þegar brugðist hefur verið skilyrðum eða tilmælum er hægt að ganga frá verkefnissamningi.

Verkefnissamningur

Fylla þarf út reiti með upplýsingum um verkefnið áður en skjalið er prentað út í tveimur eintökum, undirritað og sent til aðalskrifstofu NORA. Verkefnisstjórinn skrifar undir samninginn, fyrir hönd aðalumsækjanda, ásamt þeim aðila sem ábyrgur er fyrir fjármálum verkefnisins (ef það er ekki verkefnisstjórinn sjálfur). Síðan skrifar NORA undir samninginn og endursendir annað eintakið til aðalumsækjandans. Verkefni getur ekki farið í gang fyrr en samningsgerðin er frágengin. Þessi samningur líka forsenda þess að NORA greiði út fyrsta hluta styrksins.

Stöðuskýrsla

Þetta eyðublað gegnir mikilvægu hlutverki varðandi skýrslugjöf um framvindu verkefnisins. Þegar verkefnið fer í gang eru fylltir út þeir reitir sem við á um aðalumsækjanda, aðra þátttakendur, árangur sem vænst er o.fl. Í reitnum „Framvinda verkefnisins“ á að gera grein fyrir þremur megináföngum sem endurspegla mikilvægustu þætti eða viðfangsefni verkefnisins. Fyrir hvern áfanganna þriggja skal tilgreina áætlaða tímasetningu á framkvæmd þeirra. Áfangarnir skulu tímasettir og framsettir á formi skilgreinds og mælanlegs árangurs. Í reitnum „Fjármál“ skal í fyrstu stöðuskýrslu gera grein fyrir stöðu mála varðandi þá tekjuliði sem tilgreindir hafa verið sem óstaðfestir í styrkumsókninni. Enn fremur þarf að koma fram hvenær gert er ráð fyrir að senda inn greiðslubeiðnir. Aðrir reitir í framvinduskýrslunni koma ekki til útfyllingar fyrr en síðar í ferlinu þegar skýrslan verður uppfærð. Stöðuskýrslan er uppfærð af og til á meðan á verkefninu stendur, t.d. í tengslum við greiðslubeiðnir.

Beiðni

Þegar verkefnissamningur er frágengin og fyrsta stöðuskýrslan hefur verið send getur verkefnisstjóri sent inn beiðni um greiðslu á fyrstu útborgun við upphaf verkefnisins. Upphæð fyrstu greiðslu skal endurspegla verkþættina í verkefnislýsingunni en mun alla jafna nema um það bil helmingi úthlutunarinnar. NORA mælist til þess að mest séu sendar inn tvær beiðnir á ári. Við verkefnislok heldur NORA alla jafna eftir um 20-30% af úthlutuninni þar til samþykkt reikningsuppgjör og lokaskýrsla hefur verið send inn. Ávallt skal láta uppfærða stöðuskýrslu fylgja með þegar beiðni er send.