Fjármögun verkefna

Við fengum neitun

Neitun

Styrkumsóknir sem berast NORA eru metnar á grundvelli gildandi reglna um verkefnastyrki. Í því felst einfaldlega að umsækjendur verða að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru um upplýsingar, skriflegar staðfestingar o.s.frv. sem og markmiðssetningu, svo sem lýst er í skipulagsáætluninni.

Formlegt mat á umsóknum er í höndum NORA-nefndarinnar. Það er með öðrum orðum hún sem ákveður hvort verkefni fær styrk eða ekki. Í einhverjum tilvikum getur nefndin sett ákveðin skilyrði varðandi einstakar umsóknir, t.d. um fjölgun þátttakenda. Nefndin ræðir allar umsóknir og síðan er tekin sameiginleg ákvörðun í nefndinni.

Þegar nefndin hafnar umsóknum byggist það á sameiginlegri niðurstöðu hennar á verkefninu, t.d. vegna:

  • tengsla við forgangsverkefni NORA
  • mögulegs árangur af verkefninu
  • eldri eða svipaðra verkefna
  • samsetningar þátttakendahópsins
  • óraunhæfrar fjárhagsáætlunar

Það er líka mögulegt að verkefni búi yfir ýmsum góðum kostum en standi samt, að öllu samanlögðu, veikt að vígi í samanburði við önnur verkefni sem sótt er um styrki fyrir. Þau verkefni sem metin eru öflugust njóta þá forgangs.

Nefndin rökstyður höfnun sína í svari til umsækjenda.

Stjórnvaldsleg neitun

Ef umsókn uppfyllir ekki lágmarkskröfur eða formleg skilyrði fær hún stjórnvaldslega neitun. Það getur t.d. verið vegna þess að ekki eru a.m.k. tveir þátttakendur frá NORA-svæðinu eða að verkefni er ekki á því sviði sem í forgangi eru hverju sinni.

Hafi umsókn fengið stjórnvaldslega neitun frá aðalskrifstofunni kemur hún ekki til umræðu í nefndinni.

Viðbrögð við neitun

Þar sem ákvarðanir nefndarinnar eru endanlegar er mikilvægt að umsækjendur hugleiði viðbrögð við neitun. Í sumum tilvikum er hugsanlegt að hægt sé að ráðast í verkefni án styrks frá NORA. Einnig kemur til greina að umsækjendur endurskoði umsóknina, m.a. með hliðsjón af rökstuðningi nefndarinnar fyrir höfnun, með það fyrir augum að sækja aftur um næst þegar styrkir verða auglýstir. Aðalskrifstofa NORA eða landsskrifstofurnar á Grænlandi, Íslandi eða í Noregi geta líka veitt aðstoð og leiðsögn í slíkum tilfellum.