Fjármögun verkefna

Leiðbeiningar um styrkumsóknir

NORA veitir styrki til samstarfsverkefna þar sem þátttakendur eru frá að minnsta kosti tveimur af NORA-löndunum fjórum (Grænlandi, Íslandi, Færeyjum eða strandsvæðum Noregs). Verkefnin eiga það sameiginlegt að þau tengjast öll yfirmarkmiðum samstarfsins, að efla Norðuratlantssvæðið sem þróttmikið svæði sem einkennist af sterkri, sjálfbærri efnahagsþróun. Allir geta sótt um styrki, fyrirtæki, opinberar stofnanir, einstaklingar og aðrir.

NORA getur stutt verkefni sem taka frá einu og upp í þrjú ár. Hámarksstyrkur er 500.000 DKK á ári eða 1,5 milljónir DKK alls. Styrkumsóknir skulu tengjast þeim sviðum sem sett eru í forgang og sem gerð er grein fyrir í Skipulagsáætlun NORA 2021-2024. Undir fyrirsögninni „Við íhugum umsókn“ eru upplýsingar um hvaða svið er um að ræða. Í sjálfri skipulagsáætluninni er nánari grein gerð fyrir þeim.

Auk þessa er NORA umhugað um að ýta undir samstarf við granna okkar í vestri. Verkefni sem unnin eru með aðilum frá Kanada eða Skotlandi eru því litin jákvæðum augum.

NORA styrkir alla jafna EKKI verkefni sem talist geta „hreinræktuð“ rannsóknar- eða menningarverkefni.

Í þessum leiðbeiningum um styrkumsókn er gefin góð leiðsögn og ráð varðandi umsóknarferlið.

Undir „Við íhugum umsókn“ og „Við semjum umsókn“ eru gefin svör við nokkrum þeirra spurninga sem kunna að vakna hjá þeim sem eru að hugsa um að senda inn umsókn eða eru byrjaðir að vinna að umsókn.

Undir „Við fengum styrk“ og „Við hefjumst handa við verkefnið“ eru frekari upplýsingar um kröfur sem gerðar eru um framvinduskýrslur sem og útborganir ef verkefni hefur fengið styrk Undir „Við nálgumst verkefnislok“ eru upplýsingar um kröfur sem gerðar eru varðandi lokaskýrslu og fjárhagsuppgjör þegar verkefni er lokið.

Næste ansøgningsfrist er 3/10-22.
(04.10.2022, kl. 03:00 GMT). 

Process