Fjármögun verkefna

Við íhugum umsókn

 

Eins og lýst er á heimasíðunni í „Leiðbeiningar um styrkumsóknir“ styður NORA verkefni af margvíslegum toga. Verkefnin eiga það þó sameiginlegt að þau þurfa að tengjast öll yfirmarkmiðum samstarfsins, að efla Norðuratlantssvæðið sem svæði sem einkennist af styrk og þrótti og af sterkri, sjálfbærri efnahagsþróun. Allir geta sótt um styrki, fyrirtæki, opinberar stofnanir, atvinnugreinasamtök, einstaklingar og aðrir.

Hér má finna rafrænt umsóknareyðublað.

MEGINVIÐFANGSEFNI

Styrkumsóknir skulu tengjast þeim sviðum sem sett eru í forgang hjá NORA.

  •  Lífhagkerfi
  • Sjálfbær ferðaþjónusta
  • Hringrásarhagkerfi
  • Flutningar
  • Orkumál
  • Nærsamfélag

Frekari upplýsingar um svið sem sett eru í forgang er að finna í Skipulagsáætlun 2021-2024.

Hægt er að sækja um styrki til skilgreindra verkefna en líka til að vinna að undirbúningi fyrirhugaðra verkefna eða til að fjölga samstarfsaðilum.

Auk þess er í Aðgerðaáætlun NORA 2023 gerð grein fyrir viðfangsefnum sem kunna að eiga við fyrir væntanlega umsækjendur. Árleg aðgerðaáætlun byggir á Skipulagsáætluninni en lögð er sérstök áhersla á þau svið sem eru í forgangi hverju sinni.

Vinsamlegast athugið að verkefnið þarf að tengjast einu eða fleirum Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.

Frekari hugmyndir má fá hér með því að skoða fjölda dæma um yfirstandandi verkefni sem NORA styrkir.

NORA styrkir alla jafna ekki verkefni sem lýsa má sem rannsóknar- eða menningarverkefnum fyrst og fremst.

ÞÁTTTAKENDUR OG AÐILDARLÖND

Þeir sem geta orðið þátttakendur í NORA-verkefnum eru fyrirtæki, opinberar stofnanir, einstaklingar og aðrir og meginreglan er að þátttakendur séu með heimilisfesti/starfsemi á NORA-svæðinu.

Það er skilyrði fyrir styrk frá NORA að þátttakendur í styrktum verkefnum komi frá að minnsta kosti tveimur af fjórum aðildarlöndunum, Grænlandi, Íslandi, Færeyjum eða strandsvæðum Noregs. NORA aðstoðar við leit að samstarfsaðilum.

Upplýsingar um hvernig ná má sambandi við aðalskrifstofu NORA og landsskrifstofur eru hér.

Litið er á það sem kost ef aðilar frá nágrönnum NORA-landanna í vestri eru meðal þátttakenda í verkefnum. Einkum er hér átt við Kanada og Skotland. Þátttakendur frá þessum löndum njóta þó ekki beinna styrkja frá NORA en geta með þátttöku sinni eflt verkefnin og auðgað. Aðalskrifstofa NORA er fús til að aðstoða við að koma á sambandi við kanadískar og/eða skoskar stofnanir, sem styrkja og fjármagna þróunarverkefni, með það að markmiði að koma á sameiginlegri fjármögnun verkefna á Norðuratlantssvæðinu. Svo fremi sem norrænn aðili eða stofnun sem staðsett er utan NORA-svæðisins telst búa yfir sérþekkingu eða öðru sem máli getur skipt fyrir þátttakendahópinn, má telja hana til þátttakenda.

UMFANG VERKEFNASTYRKJA

Styrkir frá NORA nema alla jafna ekki hærri upphæð en sem nemur 50% af heildarkostnaði verkefnisins, 500.000 DKK árlega í að hámarki þrjú ár, þ.e.a.s. mest 1.500.000 DKK. Framhaldsstyrkir eru háðir því að fyrri styrkir frá NORA hafi verið fullnýttir.

Þótt NORA styrki verkefni í allt að þrjú ár er nauðsynlegt að endurnýja umsóknir árlega.

UMSÓKNARFRESTIR

NORA úthlutar styrkjum tvisvar á ári. Fyrra umsóknartímabilið er auglýst um miðjan janúar með umsóknarfrest í byrjun mars. Síðara umsóknartímabilið er auglýst um miðjan ágúst með umsóknarfrest í byrjun október. Nákvæm dagsetning umsóknarfrests er ævinlega auglýst hér á síðunni sem og á samfélagsmiðlum og netkerfi NORA.

Umsóknareyðublað má nálgast hér.