Starfsemi

Hugmyndasmiðja fyrir Norðuratlantssvæðið

Hugmyndasmiðja fyrir Norðuratlantssvæðið var sett á laggirnar í kjölfar skýrslu OECD, Territorial Review of the NORA Region: The Faroe Islands, Greenland, Iceland and Coastal Norway, og hefur það hlutverk að fjalla um svæðisbundin vandamál út frá OECD skýrslunni.

Hugmyndasmiðjan er þverfaglegur og þverþjóðlegur umræðuvettvangur. Henni er ætlað að koma að samfélagslegri umræðu á hverju svæði og leggja til hugmyndir og tillögur um samstarf á milli Færeyja, Grænlands, Íslands og strandhéraða Noregs sem rennt geta stoðum undir þróun á svæðinu.

Átta manns eiga sæti í hugmyndasmiðjunni, tveir fulltrúar frá hverju aðildarlandi NORA. Þau eru tilnefnd af nefndarmönnum í NORA-nefndinni og taka þátt í hugmyndasmiðjunni á eigin forsendum. Í því felst að þau eru ekki fulltrúar þeirra samtaka eða hagsmunaaðila sem þau kunna að vera fulltrúar fyrir á öðrum sviðum. Þátttakendurnir eru svokallaðir „fríþenkjarar“ og setja fram óháðar tillögur sem ekki þurfa að endurspegla opinber viðhorfeða stefnu NORA.

Fyrsta hugmyndasmiðjan setti fram fjórar tillögur á tímabilinu 2011-2014. Tillögurnar stuðluðu bæði að umræðum og beinum árangri, svo sem því að sameiginlegt framhaldsnám í vesturnorrænum fræðum var sett á laggirnar með þátttöku háskóla frá öllum fjórum löndunum á svæðinu. Árið 2015 ákvað NORA-nefndin að skipa nýja meðlimi í hugmyndasmiðjuna. Því ferli lauk árið 2016 þegar hinn nýi hópur sat sinn fyrsta fund.

Meðlimir í hugmyndasmiðju fyrir Norðuratlantssvæðið eru:

  • Dennis Holm (Færeyjum)
  • Katrin Petersen (Færeyjum)
  • Anne Nivíka Grødem (Grænlandi)
  • Jacob Nedergård Jensen (Grænlandi)
  • Dóra Hlín Gísladóttir (Íslandi)
  • Vífill Karlsson (Íslandi)
  • Eivind Sommerseth (Noregi)
  • Eli Grete Høyvik (Noregi)

Bolyst på bygda (2019)

Nordatlantisk mat og Nord-Atlanterens befolkninger (2018)

Felles krav til cruiseindustrien (2017)

Nordatlantiske opplevelser: Et program for bærekraftig turismeutvikling i utkanten (2016)

Fyrstu meðlimir í hugmyndasmiðju fyrir Norðuratlantssvæðið voru:

  • Hermann Oskarsson (Færeyjum)
  • Sonja Jógvansdóttir (Færeyjum)
  • Henrik Leth (Grænlandi)
  • Tine Pars (Grænlandi)
  • Halla Helgadóttir (Íslandi)
  • Karl Benediktsson (Íslandi)
  • Arne O. Holm (Noregi)
  • Frank Aarebrot (Noregi)

Næringslivets samfunnsbidrag i NORA-regionen (2014)

Utvid mediesamarbeidet i NORA-regionen (2013)

Attraktive distrikter krever sterke byer (2012)

Kompetanseutvikling i NORA-regionen (2011)