Fjármögun verkefna

Við hefjumst handa við verkefnið

Um leið og gengið hefur verið frá verkefnissamningi og búið er að senda inn fyrstu stöðuskýrslu, getur
verkefnið farið í gang. Verkefnisstjórinn er ábyrgur fyrir því að verkefnið fylgi samþykktri áætlun og skal hann
m.a. að tryggja:

  • að unnið sé samkvæmt aðalmarkmiðum
  • að sá árangur sem vænst var náist
  • að tímaáætlun sé fylgt
  • að allir þátttakendur séu virkir
  • að fjármál verkefnisins standist allar kröfur um reikningsskil

Verkefnisstjórinn er enn fremur ábyrgur fyrir því að upplýsa NORA jafnóðum um framgang verkefnisins og hugsanlega erfiðleika sem upp kunna að koma.

Reynslan sýnir að þegar verkefni er komið af stað, reynist oft nauðsynlegt að endurskoða upphaflegar áætlanir. NORA hefur fullan skilning á því. Þegar svo ber undir er það samt sem áður mjög mikilvægt að allar breytingar séu lagðar fyrir aðalskrifstofu NORA til samþykktar. Hér getur t.d. verið um að ræða framlengingu þess tíma sem verkefnið tekur, að skipt sé um þátttakendur eða breytingar gerðar á einhverjum þáttum í verkefnislýsingunni.

Tvö eyðublöð, stöðuskýrsla og greiðslubeiðni, eru notuð við framkvæmd verkefnisins.

Stöðuskýrslan

Þetta eyðublað gegnir mikilvægu hlutverki varðandi skýrslugjöf um framvindu verkefnisins. Stöðuskýrsluna sem fyllt er út í tengslum við undirritun verkefnissamnings (sjá undir „ Við fengum styrk“) þarf að uppfæra jafnt og þétt til að NORA geti fylgst með framgangi verkefnisins. Með stöðuskýrslunni skal senda fylgiskjöl þar sem nánari grein er gerð fyrir framkvæmd verkefnisins. Uppfærð stöðuskýrsla þarf að fylgja með beiðnum um útborganir af styrkfénu. NORA getur líka farið fram á að fá uppfærða stöðuskýrslu hvenær sem er á meðan á verkefninu stendur.

Beiðni

Þegar verkefnissamningur er kominn á og fyrsta stöðuskýrslan hefur verið send inn getur verkefnisstjórinn sent fyrstu beiðni um útborgun styrkfjár. Upphæð fyrstu greiðslu skal endurspegla verkþættina í verkefnislýsingunni en mun alla jafna nema um það bil helmingi úthlutunarinnar. Af stjórnsýslulegum ástæðum mælist NORA til þess að mest séu sendar inn tvær beiðnir á ári. Við verkefnislok heldur NORA alla jafna eftir um 20-30% af úthlutuninni þar til samþykkt reikningsuppgjör og lokaskýrsla hefur verið send inn. Ávallt skal láta uppfærða stöðuskýrslu fylgja með þegar beiðni er send.