Um Nora

Skipulagsáætlun 2021-2024

NORA (Norræna Atlantssamstarfið) eru milliríkjasamtök sem falla undir byggðasamvinnu Norrænu ráðherranefndarinnar. Frá árinu 1996 hefur NORA unnið að því að efla samstarf á milli aðila atvinnulífsins og annarra aðila í löndunum fjórum á NORA-svæðinu: Færeyjum, Grænlandi, Íslandi og strandhéruðum Noregs. Markmið NORA er að gera Norður-Atlantssvæðið að öflugu svæði sem einkennist af sjálfbærri efnahagsþróun. Norður-Atlantssvæðið er hluti af Norðurheimskautslandinu. Þau viðfangsefni sem einkenna Norður-Atlantssvæðið, sem og landfræðilegar og samfélagslegar aðstæður, eru því þau sömu og eiga við á Norðurheimskautslandinu. Norrænt samstarf til vesturs, einkum við Kanada og Skotland, er því eðlilegur hluti af samstarfinu á NORA-svæðinu.

Skipulagsáætlun NORA 2021-2024 er skjal sem samtökin vinna eftir til fjögurra ára. Skipulagsáætlunin skal vera stefnumarkandi í starfsemi og aðgerðum NORA sem ákvarðaðar eru í árlegum framkvæmdaáætlunum.

Stefnumótunin allt skjalið.