Fjármögun verkefna

Eyðublöð

Umsóknareyðublaðið er mikilvægasta tæki umsækjenda til að koma á framfæri lýsingu á tilgangi verkefnisins og þeim árangri sem vænst er o.s.frv. Umsóknin á að vera þannig úr garði gerð að lesa megi hana sem sjálfstæða lýsingu á inntaki verkefnisins og boðskap.

De minimis

De minimis

Sá norræni verkefnastuðningur sem Norræna Atlantssamstarfið (NORA) er hluti af þarf að fullnægja reglum ESB um ríkisstuðning. Nýjar reglur um starfsemi sem heyrir undir Norrænu ráðherranefndina tóku gildi 2019 og NORA fylgir þeim.

Styrkurinn sem þið hafið nú fengið er veittur á þann veg að hann falli að reglum ESB um De Minimis Aid. Fjárstuðningur NORA er veittur af hálfu stjórnvalda fimm Norðurlanda og hver norrænn þátttakandi getur fengið allt að 200.000 Evrur frá hverju landi í þrjú ár. Sem þýðir að hvert norrænt fyrirtæki getur fengið í allt 1.000.000 Evrur á þriggja ára tímabili.

Kröfurnar út frá De minimis reglunum gildir EKKI fyrir þátttakendur frá Færeyjum og Grænlandi. Þær gilda eingöngu fyrir norska og íslenska þátttakendur. Það er vegna þess að Noregur og Ísland eiga aðild að EES og því gilda ESB-reglur í þeim löndum. Mögulegur styrkur NORA til norskra og íslenskra þátttakenda skal því vera De minimis og þannig vera hluti heildarfjárhæðinnar upp að 1.000.000 Evrum.

Þátttakendur frá Noregi og Íslandi sem fá styrki frá NORA verða að láta þess getið ef þeir hafa fengið opinberan stuðning frá Norðurlöndum eða NORA síðast liðin þrjú ár með því að fylla út og undirrita yfirlýsingu þar um og geta þess hvaða opinberu styrki þeir hafa fengið. Það er á ábyrgð fyrirtækis/stofnunar verkefnisstjóra að gæta þess að norskir og íslenskir þátttakendur í verkefni gefi upp rétta fjárhæð og séu ekki að taka við hærri fjárhæð en leyfilegt er samkvæmt De minimis. Þetta gildir einnig þótt verkefnisstjórinn sé frá Færeyjum eða Grænlandi, þá er hann ábyrgur fyrir að norskir og íslenskir þátttakendur í verkefninu fari eftir kröfum De minimis.