Starfsemi

OECD Territorial Review of the NORA Region

Á árunum 2009 og 2010 lét OECD gera greiningu á NORA-svæðinu. Lokaskýrslan,OECD Territorial Review of the NORA Region: Faroe Islands, Greenland, Iceland and coastal Norway, var kynnt á Norðurbryggju í Kaupmannahöfn 5. apríl, í tengslum við Ráðstefnu NORA-svæðisins 2011 (NORA REGION CONFERENCE 2011). Útgáfa skýrslunnar markar tímamót því nú hafa alþjóðlega viðurkennd samtök í fyrsta sinn sent frá sér nákvæma pólitíska og hagfræðilega greiningu á Grænlandi, Færeyjum, Íslandi og strandsvæðum Noregs.

OECD-skýrslan kemur inn á og gerir að umtalsefni mikilvægustu breytingar, áskoranir og ekki síst þá möguleika og færni sem er að finna á NORA-svæðinu. Því er það von NORA að greining OECD muni verða til þess að NORA-löndin verði skilgreind sem landfræðileg heild og það leggi grundvöllinn að frekari eflingu innbyrðis samsarfs.

Greiningin er gerð af sérfræðingahópi OECD sem hefur undanfarið eitt og hálft ár tekið viðtöl í NORA-löndunum fjórum, farið í saumana á tölfræðilegum upplýsingum og lesið ýmis fyrirliggjandi gögn. Í skýrslunni leggur OECD meðal annars til:

  • Að gerð skuli heildaráætlun fyrir svæðið, þar sem er að finna nákvæman lista yfir sameiginlegar væntingar manna á hvaða sviðum samvinnan á NORA-svæðinu gæti verið og hvert markmið hennar sé. Fyrirmyndin er Eystrasaltsáætlun Evrópusambandsins, en þar hefur verið unnið frumkvöðlastarf við gerð heildaráætlana fyrir ákveðið landsvæði. OECD leggur til að við gerð slíkrar áætlunar gæti NORA gegnt hlutverki skipuleggjanda.
  • Að NORA beri að styrkja sig í hlutverki tengiliðs milli fjarlægra svæða í norðurhluta Evrópu og sambærilegra svæða Norður-Ameríku.
  • Að bætt samgöngunet innan svæðisins eigi að vera í brennidepli í löndum NORA-svæðisins og hjá NORA sem samtökum.

OECD Territorial Review of the NORA Region: Faroe Islands, Greenland, Iceland and coastal Norway má lesa sem rafbók hér.

OECD Territorial Review of the NORA Region: Faroe Islands, Greenland, Iceland and coastal Norway er hægt að hlaða niður sem pdf-skjali hér.

Danskri þýðingu á skýrslu OECD Vurdering og anbefalinger fyrir NORA-svæðið er hægt að hlaða niður hér.

Grænlenskri þýðingu á skýrslu OECDs Naliliinerit innersuutigisallu fyrir NORA-svæðið er hægt að hlaða niður hér.

Opinbera OECD-síðu um skýrsluna er að finna hér.