Starfsemi

NORA-ráðstefnur

Ráðstefnur eru áberandi þáttur í starfsemi NORA. Þær eru tækifæri fyrir NORA til að hafa til umfjöllunar þau viðfangsefni sem eru í forgangi innan stefnuáætlunarinnar. 

Ráðstefnur gefa tækifæri til að safna saman áhugasömu fólki af svæðinu, fólki sem hefur áhrif, frumkvæði, nýjar hugmyndir og vilja til að ræða sameiginlegar áskoranir og möguleika svæðisins.

NORA fylgir eftir áherslum og niðurstöðum af umræðum ráðstefnanna, annað hvort með ákveðnum verkefnum eða viðburðum eða með því að setja fram forgangsáherslur í næsta umsóknarfresti vegna styrkja.