Um Nora

FRAMKVÆMDAÁÆTLUN NORA 2024

Norrænt Atlandshafssamstarf (NORA) leggur sitt af mörkum til grænnar, samkeppnishæfrar og samfélagslega sjálfbærrar þróunar á Norður-Atlandshafi með því að örva og hefja samvinnu milli viðeigandi aðila í Norður-Atlandshafshluta Norðurlanda. NORA styður áþreifanlega aðgerðaráætlun svæðisgeirans fyrir Framtíðarsýn 2030. Stefnumótunaráætlun NORA fyrir árin 2021-2024 staðfestir NORA sem stofnun sem er stuðningsaðili verkefnisins, heldur utan um dagskrá og myndar bandalög. Stefnan tilgreinir þemaáherslur samvinnunnar.

Aðgerðaáætlun NORA skilgreinir og tilgreinir starfsemi sem fyrirhugað er að komi til framkvæmda árið 2024 sem hluti af framkvæmd stefnunnar. Þetta er fjórða aðgerðaáætlunin á þessu stefnumótunartímabili. Noregur veitir NORA forrystu árið 2024 og hefur valið að leggja áherslu á að fylgja eftir framtíðarsýn norrænu ráðherranefndarinnar um að Norðurlönd verði sjálfbærasta og samþættasta svæði heims. Mikil áhersla er lögð á frumkvæði ungmenna, stjórnun heimsminja, samvinnu við Bodö 2024 sem menningarhöfuðborgar og samvinnu við nágranna í vestri. Áframhaldandi stefnumótunarvinnu í norrænu ráðherranefndinni er fylgt eftir og hún felld inn í  stefnumótunarvinnu NORA sem vinnur að nýrri stefnumótun fyrir árin 2025-2029.

Jafnframt mun NORA nýta jákvæðar niðurstöður úr matinu sem fram fór árið 2023 sem hluta af frásögn um NORA og setja þær í skynsamlegt samhengi.

1. Umsóknir í tveimur umferðum

Verkefnastuðningurinn er mikilvægt tæki fyrir NORA í þeirri vinnu að ná markmiðum stefnumótunarinnar og aðgerðaráætlun svæðisgeirans fyrir Framtíðarsýn 2030. Verkefnin sem styrkt eru, eru mikilvægur samskiptaflötur NORA við þátttakendur. Umsóknarfrestir verða í byrjun mars 2024 og í byrjun október 2024. NORA mun halda vefnámskeið fyrir hugsanlega þátttakendur með góðum fyrirvara, eitt á skandinavísku og eitt á ensku.

2. Blá lífhagkerfi og ungmenni

NORA mun halda nýsköpunarviðburð fyrir ungmenni á svæðinu sem ber yfirskriftina The North Atlantic Youth Blue Innovation Camp. Viðburðurinn verður haldinn í Vestmannaeyjum vorið 2024 og er framhald af HP 2023 undir íslenskri forrystu. Áhersla er lögð á að safna saman ungum frumkvöðlum frá strandsvæðum, gefa þeim tækifæri til samstarfs og að ræða við leiðbeinendur um verkefni/hugmyndir sem varða strandþol, sjálfbæra ferðaþjónustu og matvörur sem unnar eru úr sjávarafurðum.

3. Framkvæmd tilmæla frá ráðstefnu um UNESCO-svæði

Á ráðstefnu NORA í mars 2023 „UNESCO-svæði út frá sjálfbæru svæðisbundnu þróunarsjónarhorni“ var áhersla lögð á þau tækifæri sem tilnefningar UNESCO geta veitt heimamönnum á svæðum með heimsminjar, þjóðgarða, lífríkissvæði o.s.frv. sem líta má á sem drifkraft til sjálfbærrar þróunar á viðkomandi svæðum. Ráðstefnan heppnaðist mjög vel og skapaði tengslanet hagsmunaaðila sem eru mjög áhugasamir um áframhaldandi samstarf. Haldin verður Sisimiut 2 ráðstefna í Quebec í október 2024. NORA mun styðja við tengslanetið og vinna að því að lýsa Norðurlönd sem eitt lífríki og þar með vera stefnumótandi tæki í vinnu norrænu ráðherranefndarinnar að Framtíðarsýn 2030.

4. Samstarf við nágrannana í vestri

Áherslusvið NORA og norrænu ráðherranefndarinnar sem nær langt aftur í tímann. NORA mun árið 2024 í sambandi við:

Skotland: Vinnan við að koma á nánara sambandi við svæði í Skotlandi heldur áfram eftir að MoU var undirritað við Orkney Islands Council árið 2023. Lögð verður áhersla á að fá Skota með í NORA verkefni með fjármögnun frá OIC. NORA mun einnig vera opið fyrir samstarfi við aðra hluta Skotlands, sérstaklega Hjaltlandseyjar og Hebríðar. Farið verður í upplýsingafjárfestingu í tengslum við hátíð færeyska fánadagsins í apríl, sem árið 2024 verður fluttur frá London til Edinborgar. Þessi viðburður mun veita samlegðaráhrif, tækifæri til pólitískrar þátttöku og meiri áhrif fyrir boðskap NORA.

Kanada: Quebec-svæðið er samstarfsaðili í UNESCO verkefninu og NORA mun halda áfram að styðja við það sbr. fyrri umræðu.

Maine: NORA hefur aftur komið á sambandi við Maine International Trade Center, sem hefur lýst yfir áhuga á samstarfi við NORA. Skýra þarf í hvaða formi og af hvaða umfangi það samstarf getur verið.

5. Æskulýðsátak NORA

Samkvæmt aðgerðaáætlun fyrir 2023 um frumkvæði ungmenna [1] og að höfðu samráði við EK-R mun NORA vinna að því að koma í framkvæmd völdum ráðleggingum, sem norræna ungmennaráðið 2023 kynnti fyrir svæðisráðherrum í september 2023. Auk þess tekur NORA þátt í áformum um stefnumótandi samstarf við Íslenska sjávarklasann um hröðunaráætlun fyrir unga frumkvöðla innan bláa lífhagkerfisins sem byggir á árangri viðburðarins í Vestmannaeyjum vorið 2024.

6. Strandmenning og matreiðslukeppni Norður-Atlandshafs

Lokaverkefni í þróunaráætlun Norður-Atlandshafs (NAUST) [2]. NORA hefur frumkvæði að matreiðslukeppni milli ungra matreiðslumanna og mataráhugamanna í svæðinu. Lögð skal áhersla á svæðisbundnar vörur og matargerðarlist. Gert er ráð fyrir að halda staðbundnar keppnir og svo lokakeppni sem verður hluti af Bodö24, frumkvæði menningarhöfuðborgarinnar, ef til vill með  þátttöku norskra stjórnmála.

7. Sjóflutningar

Vinnan með tengslanet sjómannaskóla heldur áfram, nú undir forrystu sjómannaskólans í Færeyjum: Vinnuháskúlin (Centre of Maritime Studies and Engineering). Markmiðið með tengslanetinu er að tryggja miðlun þekkingar um græn umskipti í sjávarútvegi til yfirmanna í sjávarútvegi.

8. Gervigreind í byggðaþróun

NORA mun kanna hvernig nýta megi gervigreind til að efla byggðaþróun á afskekktum svæðum. Gervigreind opnar ýmsa möguleika sem geta stuðlað að byggðaþróun.

___

[1] NORA vill virkja ungt fólk í öllum verkefnum. Auk þess mun NORA hefja eigið æskulýðsstarf. NORA vill styðja við tengslamyndun ungs fólks á NORA svæðunum með því m.a. að gera þeim kleift að taka þátt í ýmsum æskulýðsverkefnum, viðburðum og átaksverkefnum sem geta hjálpað til að skapa viðeigandi tengslanet.  Markmiðið er að: 1) Tengja núverandi frumkvæði og tengslanet saman með þátttöku frá öllum landshlutum. 2) Skapa vettvang þar sem ungt fólk getur haft raunveruleg áhrif á ákvarðanir sem teknar eru af sveitarfélögum, svæðisbundnum og landsbundnum yfirvøldum. 3) Greina ungmennasamtök og tengslanet á svæðunum.

[2] Tilgangur NAUST, er að skýra norrænu samstafsáætlun um byggðaþróun og áætlanagerð fyrir frekari uppbyggingu á svæðinu, sem nær til Færeyja, Grænlands, Íslands og strendur Noregs. Stefnan byggir á sjálfbærnismarkmiðum SÞ og verður að sýna stefnu og vera leiðarvísir fyrir Norður-Atlantshafssamstarfið.