Fjármögun verkefna

Styrkir til miðlunar og þróunar verkefna

Fyrir utan föstu umsóknarfrestina tvo er mögulegt samkvæmt starfsreglum NORA að sækja um svokallaðan formennskustyrk. Í reglunum stendur: ”Nefndin getur veitt höfuðskrifstofunni vald til að veit styrki að fjárhæð allt að 60.000 til einstakra verkefna og slíkir styrkir geta numið allt upp í 240.000 danskar krónur árlega og eru veittir í samráði við formann NORA. Gera þarf nefndinni viðvart í hvert skipti.

Í meginatriðum geta tvenns konar verkefni fengið slíkan stuðning. Í fyrsta lagi verkefni sem hafa það að markmiði að skapa tengslanet og tryggja þátttöku í sambandið við mögulega umsókn um meginverkefni til NORA, þar sem markmiðið er að byggja grundvöll undir samstarfið. Í öðru lagi ef hluti verkefnisins er með þeim hætti að ekki er hægt að afgreiða það í hefðbundnu umsóknarferli. Það gæti t.d. haft að gera með veðurfar, að það sé með þeim hætti að verkefnið framlengist sérlega lengi, eða líffræðilegir þættir, t.d. í sambandi við sáningu og uppskeru eða þvíumlíkt, þar sem þarf að bíða heilt misseri, og í slíkum tilvikum þarf að bíða heilt ár eftir næsta umsóknarfresti.

Önnur gerð verkefna þar sem sækja má um formennskustyrk eru verkefni sem hafa fengið styrk frá NORA og er lokið eða við það að ljúka. Í þeim tilvikum væri hægt að sækja um styrk til að miðla árangrinum. Til dæmis gæti verið um að ræða kvikmyndagerð, þátttöku – með kynningu og/eða kynning á ráðstefnu, grein í vísindarit (t.d. styrkur til að flytja yfir í OpenAccess) eða önnur mikilvæg kynning. Sé sótt um styrk til að miðla efni, á umsækjandi að gera grein fyrir þeim viðburði sem sótt er um til, um fjárþörf og nákvæmlega hvert NORA-verkefnið er og nákvæmlega hvaða árangur/reynsla það er sem á að miðla þekkingu um.

Ef óskað er eftir því að sækja um formennskustyrk á umsækjandi að hafa samband við aðalskrifstofuna til að fá sent umsóknareyðublað.

Enginn sérstakur umsóknarfrestur er varðandi þessa gerð verkefna. NORA reynir að svara umsækjendum innan 14 daga frá því umsókn berst.